Brydebúð í Vík, menningarsetur Mýrdælinga, er kjörinn viðkomustaður ferðamanna, sér í lagi ef lítið er að sjá fyrir mýrdælskri rigningu og þoku sem þó á engan sinn líka.

Meginstefna Brydebúðar er að gera sögu og menningu héraðsins sýnilega með ýmsu sýningarhaldi sem er liður í uppbyggingu á menningarferðaþjónustu í Mýrdal.

Gott strand eða vont...?
Sýning um sögu skipsstranda í
V-Skaftafellssýslu 1898-1982

Hönnuður: Björn G. Björnsson hjá List&Sögu ehf.
Efnistök: Saga skipsstranda við suðurströndina, bæði íslenskra og erlendra skipa. Þessi sýning ætti því ekki síður að vera áhugaverð fyrir erlenda ferðamenn.
Opnunardagar: Sýningin opnaði sumarið 2001. Hún er opin alla daga á sumrin.

Mýrdalur - Mannlíf og Náttúra
Hönnuður:
Björn G. Björnsson hjá List&Sögu ehf.
Önnur verk:
Njálusýningin í Sögusetrinu á Hvolsvelli og Kristnisögusýningin í Þjóðmenningarhúsinu.
Efnistök: Sýningin spannar í stórum dráttum sögu og náttúrufar í Mýrdal en þar skipar Katla stóran sess.
Opnunartími: Sýningin opnaði sumarið 2000. Hún er opin alla daga á sumrin.

Aðgangseyrir á sýningar: kr. 500,-

Upplýsingamiðstöð sér um sölu aðgöngumiða og
leiðsögn um sýningar