Halldórskaffi í Brydebúð

Halldórskaffi er nefnt í höfuðið á Halldóri Jónssyni, kaupmanni í Suður-Vík. Hann var frumkvöðull í verslunarmálum í vík en frumkvæði hans varð til þess að Bryde og síðar fleiri hófu verslunarrekstur í Vík sem leiddi til þorpsmyndunar á Víkursandi.

Halldórskaffi er í austurenda Brydebúðar og ber með sér sjarma liðinnar tíðar. Kaffihúsið býður upp á kaffiveitingar og létta rétti. Þar er einnig góð aðstaða til myndlistasýninga yfir sumarið. Halldórskaffi er opið alla daga á sumrin kl. 11:00-23:00 sunnudaga til föstudaga en 11:00-02:00 á laugardögum.

Myndlistasýningar eru á Halldórskaffi allt árið um kring.

Sími: 487-1202