Brydebúð er staðsett í gamla hluta Víkurþorps, vestast í þorpinu undir bökkunum svokölluðu, ekki langt frá hrapinu og fjörunni.

Verslunarhúsið var upphaflega byggt í Vestmannaeyjum árið 1831 sem gamla Godthaabsverslun. Árið 1895 keypti J.P.T. Bryde, stórkaupmaður og grósseri, gamla verslunarhúsið, lét taka það niður og flytja sjóleiðina til Víkur.

Verslunarrekstur var óslitið í gömlu Brydebúð til ársins 1980: Brydeverslun 1895 - 1914, Þorsteinn Þorsteinsson & Co 1914 - 1926, Kaupfélag Skaftfellinga 1926 - 1980. Nánar er hægt að lesa um sögu Brydebúðar hérna.

Á sumrin er rekin upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.

- öll alhliða þjónusta við ferðamenn
- seld eru póstkort, landakort, bækur og minjagripir
- leiðsögn og sala aðgöngumiða á sýningar

Upplýsingamiðstöðin Brydebúð er opin frá 11-20.


Auglýsingar